Comments are off for this post

Sr. Henning Emil ráðinn prestur í Mosfellsprestakalli

Sr. Henning Emil sem verið hefur einn af prestum Garðaprestakalls hefur nú verið ráðinn sem prestur í Mosfellsprestakalli. Sr. Henning hefur starfað í Garðasókn frá árinu 2018 við góðan orðstír.

Nýlega ákvað Biskup Íslands að auglýsa prestsembætti í Mosfellsprestakalli og var sr. Henning einn af fjórum umsækjendum og var hann valinn hæfastur af valnefnd sóknarinnar. Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Sóknarnefnd, starfsfólk og prestar Garðasóknar þakka sr. Henning ánægjulegt og gefandi samstarf og hans góða starf í þágu sóknarinnar og óskar honum jafnframt hamingju og farsældar í lífi og starfi.

Smelltu hér til að sjá viðtal við sr. Henning á vef Þjóðkirkjunnar.

Comments are closed.