Comments are off for this post

Vorferð í Skálholt og Sólheima.

Lagt verður af stað í vorferðina á uppstigningardag, 18. maí kl. 10:30. Mæting er í Vídalinskirkju hálftíma fyrr og er þá tekið á móti greiðslum kr. 5.000. Uppselt er í ferðina en tekið er á móti nöfnum á biðlista á netfangið gudrun.eggerts@kirkjan.is.
Farið verður í Skálholt sem er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Þar mun sr. Dagur Fannar Magnússon taka á móti hópnum. Einnig verður farið að Sólheimum og þar sem hópurinn gæðir sér af kaffihlaðborði og skoðar kirkjuna og nýja safnið. Áætlað er að koma til baka um kl.17:00.

Comments are closed.