
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir þjóna. Krílasálmar sungnir undir handleiðslu Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur djákna. Í krílasálmunum eru börnin virkjuð í gegnum hreyfingu og skynjun á gefandi hátt þannig að allar kynslóðir njóta. Í lok stundarinnar verður beðið fyrir börnunum og framtíð þeirra upp við altari kirkjunnar. Það er tilvalið að bjóða ömmu og afa með.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10.00. Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur.