Comments are off for this post

Blessunarguðsþjónusta fyrir foreldra og skírnarbörn sunnudaginn 7. maí

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir þjóna. Krílasálmar sungnir undir handleiðslu Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur djákna. Í krílasálmunum eru börnin virkjuð í gegnum hreyfingu og skynjun á gefandi hátt þannig að allar kynslóðir njóta. Í lok stundarinnar verður beðið fyrir börnunum og framtíð þeirra upp við altari kirkjunnar. Það er tilvalið að bjóða ömmu og afa með.

Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10.00. Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur.

Comments are closed.