Comments are off for this post

Foreldrar og fermingarbörn vorsins 2024 boðin sérstaklega velkomin á sunnudaginn

Sunnudaginn 30. apríl

tökum við á móti foreldrum og fermingarbörnum vorsins 2024 í guðsþjónustu kl. 11:00. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari, unglingar úr æskulýðsfélaginu og unglingakórnum tala til fermingabarnanna. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Meðlimir úr Gospell kór Jóns Vídalíns syngja einsöng undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Boðið upp á pítsu eftir messu.
 

Sunnudagaskólarnir verða á sínum stað.

Við byrjum klukkan 10:00 í Urriðaholtsskóla. Ingibjörg Hrönn og Ingvar leiða stundina.
Klukkan 11:00 verður sunnudagaskóli í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Ingibjörg Hrönn og Þorkell taka vel á móti gestum.
Messukaffi að loknum athöfnum
 
Verið öll velkomin!

Comments are closed.