Comments are off for this post

Dymbilvika og páskar 2023

Nú styttist óðum í páskana sem bera upp á 9. apríl í ár. Helgihaldið er bæði áhugavert og gefandi í dymbilvikunni og um páskana. Afskrýðing altaris fer fram á skírdag, helgigöngur og helgistund, þar sem Þórunn Erna Clausen les Passíusálma, á föstudaginn langa og hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun þar sem boðið verður upp á morgunverð á eftir. Tónlistin er einstaklega falleg en auk Kórs Vídalínskirkju og Jóhanns organista munu þrír landsþekktir tónlistarmenn koma við sögu.

Comments are closed.