
Sunnudagurinn 5. mars er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar sem haldinn er hátíðlegur um land allt og þar með talið í Garðasókn.
Kl. 10:00 Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla.
Kl. 11:00 Sunnudagaskólahátíð í Vídalínskirkju. Sr. Matthildur Bjarnadóttir leiðir stundina. Barnakórar Vídalínskirkju syngja og krakkarnir í TTT leiða bæn. Boðið verður upp á pylsur og andlitsmálingu í messukaffinu.
Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Garðakirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar, fyrrum prestur í Garðasókn þjónar fyrir altari. Meðlimir úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
Kl. 17:00 Óskastund fermingarbarnanna. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Matthildur Bjarnadóttir leiða stundina. Kjalar Martinsson tónlistarmaður, syngur og ávarpar fermingarbörnin. Gospelkór Jóns Vídalín syngur. Foreldrar fermingarbarnanna eru boðin velkomin á þessa stund með börnum sínum. Veitingar eftir athöfnina eru að óskum fermingarbarnanna.