
Aðdáendur góðrar tónlistar og vandaðs flutnings ættu að fjölmenna í Vídalínskirkju sunnudaginn 12. febrúar n.k. því þá munu hjónin Regína Ósk og Svenni Þór flytja tónlistarperlur og eyrnakonfekt úr heimi gospeltónlistarinnar. Sr. Matthildur Bjarnadóttir leiðir stundina og flytur hugvekju.
Dagskráin hefst kl. 17.00 og eru allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.