Comments are off for this post

Helgihald sunnudaginn 5. febrúar

Sunnudaginn 5. febrúar hefjum við helgihaldið á sunnudagaskóla í Urriðaholti kl. 10:00.
Klukkan 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju.
Sr. Matthildur Bjarnadóttir leiðir stundina. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Ingvars Alfreðssonar.
Eftir messu verður Æskulýðsfélag Vídalínskirkju með Tívólí í safnaðarheimilinu þar sem safnað verður fyrir ferðalagi í Vatnaskóg.
Klukkan 14:00 verður guðsþjónusta í Garðakirkju. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir prédikar, félagar úr kórnum syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
Verið öll velkomin.

Comments are closed.