Comments are off for this post

Margt að gerast sunnudaginn 15. janúar!

Kl. 11:00 verður Sunnudagaskólahátíð í Vídalínskirkju. Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar.
Leikkonur úr leikhópnum Flækja koma og setja upp sýninguna Ef ég væri týgrisdýr, skrifað af þeim Sigríði Ástu Olgeirsdóttur og Júlíönu Kristínu Jónsdóttur.
Sýningin fjallar um Láru, 8 ára stelpu sem elskar kattardýr og er gædd öflugu ímyndunarafli. Á hverju kvöldi þegar foreldrar hennar eru sofnaðir fer hún í ferðalag um heiminn með ímyndunaraflið að vopni og fylgjum við henni í gegn um eina slíka ferð í verkinu. Við ferðumst djúpt inn í frumskóginn, upp á hæsta tind Everest fjallsins, inn á Salsa klúbb í Suður Ameríku og út á sléttur Afríku.
Sýningin er spennandi, fræðandi og fyndin og hentar helst elstu stigum leikskóla og yngstu stigum grunnskóla.
Flytjendur eru Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir.
Kl. 14:00 verður svo Sameiginleg messa Víðistaðasóknar og Garðasóknar í Víðistaðakirkju. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir þjónar, srHans Guðberg Alfreðsson prédikar og Garðálfar syngja. Kaffi í boði Víðistaðakirkju að lokinni athöfn.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Comments are closed.