Comments are off for this post

HEFÐBUNDIÐ HELGIHALD VERÐUR NÆST SUNNUDAGINN 15. JANÚAR.

Fyrstu dagana í janúar förum við rólega af stað í safnaðarstarfi Garðasóknar enda fylgja aðventunni og jólahátíðinni ávallt miklar annir í kirkjunni. Samkvæmt venju fellur hefðbundið helgihald niður í sókninni fyrsta almenna sunnudag ársins og verður því engin messa sunnudaginn 8. janúar en við komum margefld til starfa sunnudaginn 15. janúar. Þá verður Sunnudagaskólahátíð í Vídalínskirkju kl. 11. Leikkonur úr leikhópnum Flækja koma og setja upp sýninguna „Ef ég væri týgrisdýr“, skrifað af þeim Sigríði Ástu Olgeirsdóttur og Júlíönu Kristínu Jónsdóttur.
 
Garðasókn óskar Garðbæingum og landsmönnum öllum gleði- og gæfuríks nýs árs.

Comments are closed.