Comments are off for this post

Annar sunnudagur í aðventu – 4. desember

Kl. 10:00 Jólastund í Urriðaholti
Annan í aðventu er síðasti sunnudagaskólinn í Urriðaholti fyrir jól. Ingibjörg Hrönn og Trausti verða í miklu jólastuði og ætla hafa lítið jólaball í sunnudagaskólanum. Jólasveinn kemur í heimsókn og gefur krökkunum smá glaðning.

Kl. 11.00 Aðventuhátíð barnanna í Vídalínskirkju
Á aðventuhátíð barnanna fáum við að sjá uppskeru barnastarfsins í allri sinni dýrð. TTT sýnir jólahelgileik og barnakórarnir setja upp jólatónleika undir stjórn Davíðs og Ingvars. Sr. Matthildur og Jóna Þórdís leiða stundina. Messukaffi að lokinni athöfn.

Kl. 17.00 Aðventuhátíð – Aðventutónleikar Kórs Vídalínskirkju í Vídalínskirkju
Kór Vídalínskirkju flytur þekkt og nýleg aðventu- og jólalög m.a. eftir kórfélaga og einn kórfélagi, Snorri Magnússon flytur hugleiðingu. Einsöng syngur Erla Björg KáradóttirSveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel og píanó og stjórnandi er Jóhann Baldvinsson. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar.
Að hátíðinni lokinni verður boðið upp á súkkulaði með rjóma og piparkökur.

Comments are closed.