Comments are off for this post

Fyrsti sunnudagur í aðventu – 27. nóvember

Sunnudaginn 27. nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við hefjum aðventuna á aðventuhátíð í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Barnastarfið í Urriðaholti ætlar að sýna helgileikinn og syngja með okkur nokkur jólalög. Kakó og piparkökur verða í messukaffinu. Klukkan 11:00 er sunnudagaskóli í Vídalínskirkju með brúðuleikriti, söngvum og sögu. Klukkan 11 er einnig Hátíðarmessa í Vídalínskirkju með þátttöku Kvenfélags Garðabæjar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Halldóra Björk Jónsdóttir prédikar. Kór Vídalínskirkju syngur og organisti er Jóhann Baldvinsson. Messukaffi í safnaðarheimili að loknum athöfnum. Ljósastund verður í Garðakirkju kl. 15:30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari, Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi flytur ávarp. Ragnheiður Gröndal syngur við undirleik Guðmundar Péturssonar. Verið öll velkomin.

Comments are closed.