Comments are off for this post

Kristniboðs- og feðradagurinn

Sunnudaginn 13. nóvember er Kristniboðs- og feðradagurinn.
Við hefjum helgihaldið á sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Klukkan 11:00 er sunnudagaskóli í Vídalínskirkju og guðsþjónusta. Sr. Matthildur Bjarnadóttir predikar. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Ný sálmabók verður formlega tekin í notkun og helgaður verður nýr altarisdúkur sem Ólöf Októsdóttir gaf kirkjunni og kunnum við henni innilegar þakkir fyrir góðvildina.
Messukaffi að loknum athöfnum.
 
Klukkan 17:00 er Gospelgleði í Vídalínskirkju.
 
Verið öll velkomin.

Comments are closed.