
Aðdáendur góðrar gospeltónlistar ættu að fjölmenna í Vídalínskirkju á sunnudaginn því þá mun hinn magnaði Gospelkór Jóns Vídalíns flytja tónlistarperlur og eyrnakonfekt. Sr. Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsprestur leiðir stundina. Sérstakir gestir tónleikanna eru félagar í hinum stórgóða Unglingakór Vídalínskirkju – sem kom, sá og sigraði á síðustu Gospelgleði.
Dagskráin hefst kl. 17.00 og eru allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.
