Comments are off for this post

Bleik messa 30. október kl 11:00

Næstkomandi sunnudag, 30. október, verður bleik messa í Vídalínskirkju kl. 11:00 í tilefni af beikum október sem tileikaður er baráttu gegn krabbameinum. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Í messunni kveðjum við og þökkum sr. Sveinbirni R. Einarssyni fyrir gott samstarf og óskum honum farsældar á komandi árum en sr. Sveinbjörn er nú að ljúka starfsævi sinni innan þjóðkirkjunnar eftir farsælan feril. Sr. Sveinbjörn hóf störf hjá Garðasókn 1. september 2021 en var áður sóknarprestur í Þingeyraklaustursprestakalli með aðsetur á Blönduósi.
Messukaffi með súkkulaði og kleinum verður í boði að lokinni athöfn.
Sunnudagaskóli er í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 og í Vídalínskirkju kl. 11:00. Brúðuleikrit, söngur og gleði.
Verið öll velkomin.

Sr. Sveinbjörn R. Einarsson

Comments are closed.