Comments are off for this post

„Ef ég gleymi“ til sýningar á ný í safnaðarheimili Vídalínskirkju

Þann 12. apríl sl. frumsýndi leikkonan Sigrún Waage einleikinn „Ef ég gleymi“ eftir danska leikritahöfundinn og leikarann Rikke Wolck í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Sýningin vakti talsverða athygli og vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að setja leikverkið til sýningar á ný.  Sýningin verður í safnaðarheimilinu mánudaginn 31. október kl. 12.00, húsið opnar kl. 11.30.

„Ef ég gleymi“ er leikverk sem er skrifað sem fræðsluefni um heilabilunarsjúkdóminn Alzheimer og þau áhrif sem hann getur haft á einstaklinga. „Ef ég gleymi“ fjallar um Regínu sem greinist með Alzheimer. Áhorfendur fá að fylgjast með hvernig sjúkdómurinn tekur smám saman völdin, sem er ferli sem getur tekið 8-12 ár. Leiksýningin fjallar um raunverulegt viðfangsefni sem sérhvert nútímaþjóðfélag glímir við og snertir margar fjölskyldur í landinu.

Eftir leiksýningu fara fram umræður um leikritið og heilabilun með fagaðilum.

Miðasala er á TIX.is

Comments are closed.