

John Rutter að vinna með organistum í Skálholti í ágúst
Sunnudaginn 25. september verður svokölluð tónlistarmessa í Vídalínskirkju kl. 11.00. Kór Vídalínskirku mætir þá fullskipaður og syngur m.a. kórverk eftir breska tónskáldið John Rutter. Rutter er eitt þekktasta tónskáld Breta á sviði kirkjutónlistar og kom hingað til lands í lok ágúst sl. og var m.a. með samsöng í Langholtskirkju, þar sem yfir 200 söngvarar sungu nokkur af kórverkum hans. Í messunni í Vídalínskirkju verða sungin þrjú verk eftir Rutter en auk þess verða sungnir hefðbundnir sálmar.
Prestur verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Jóhann Baldvinsson stjórnar Kór Vídalínskirkju og Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgelið.
Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni en fer síðan yfir í safnaðarheimilið með leiðtogum sunnudagaskólans. Við minnum líka á sunnudagaskólann í Urriðarholtsskóla kl. 10:00.
Verið öll innilega velkomin í Vídalínskirkju á sunnudaginn!
Sjá ennfremur Facebooksíðu Garðasóknar.