
Sunnudaginn 18. september verður sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 og guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11:00.
Sú hefð hefur skapast að börnin byrja inni í kirkjuskipinu og fara svo yfir í safnaðarheimili með sínu fólki eftir örlitla stund, enda gott að brúa kynslóðabilið.
Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja ásamt Sólveigu Sigurðardóttur sem jafnframt syngur einsöng. Kristín Jóhannsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng.
Messukaffi að athöfn lokinni.
Verið öll velkomin!
Sjá Facebooksíðu Garðasóknar