Comments are off for this post

Úvarpsmessa á Rás 1 sunnudaginn 4. september kl. 11:00.

Hr. Kristján Björnsson vígslubiskup og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna. Kór Vídalínskirkju syngur við undirleik og stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet, Davíð Sigurgeirsson leikur á gítar og Lóa Kolbrún Friðriksdóttir syngur einsöng. Hr. Kristján Björnsson vígslubiskup flytur ávarp og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir hugleiðingu. Stutt ávörp flytja Viðar Ágústsson, Jóna Þórdís Eggertsdóttir og Lóa Kolbrún Friðriksdóttir.Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sr. Matthildur Bjarnadóttir og sr. Sveinbjörn R. Einarsson lesa bænir.

Guðsþjónustan markar upphaf safnaðarstarfs Þjóðkirkjunnar á þessu hausti.  Þá fer m.a. af stað fjölbreytt tónlistarstarf enda mun tónlistin taka mikið rými í helgihaldi dagsins og einnig vitnisburðir fólks sem er starfar að safnaðaruppbyggingunni í Vídalínskirkju. Það er mikil eftirvænting að geta ýtt úr vör kraftmiklu starfi á því mannlífstorgi sem kirkjan er eftir samkomutakmarkanir og heimsfaraldur.

Comments are closed.