Comments are off for this post

Sumarmessa í Garðakirkju 10. júlí

Sunnudaginn 10. júlí verður mikið um dýrðir á Garðaholtinu.  Morguninn hefst  með göngu frá Vídalínskirkju yfir í Garðakirkju kl.09:30.  Á leiðinni mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytja örhugleiðingar.  Guðsþjónusta hefst síðan í Garðakirkju kl.11:00.  Tveir ungir piltar verða fermdir. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari.  Félagar í kór Vídalínskirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.  Guðsþjónustunni verður streymt beint af fésbókarsíðunni ,,Sumarmessur í Garðakirkju”.

Að lokinni guðsþjónustu er boðið yfir í hlöðuna við bæinn Krók á Garðaholtinu,  þar verða léttar veitingar.  Að því loknu verður farið út á hlað og þar verða öndunarflæði og nútvitundaræfingar í boði Gleðismiðjunnar.  Allir velkomnir.

Comments are closed.