Comments are off for this post

Hjólreiðamessa í Garðakirkju sunnudaginn 26. júní

Hjólreiðamessan er nú haldin í 10. skipti!
Hægt er að byrja kl. 9:30 í Vídalíns- eða Ástjarnarkirkju eða koma inn á öðrum stöðum, sjá meðfylgjandi mynd. Við tökum síðan þátt í sumarmessunni í Garðakirkju kl. 11:00.

Eftir kirkjukaffið í hlöðunni að Króki að lokinni messunni er valfrjálst að halda áfram og hjóla í Bessastaðakirkju.
Í messunni þjóna sr. Sveinbjörn R. Einarsson og Henning Emil Magnússon sem einnig prédikar. Barn verður fært til skírnar.
Snorri Beck Magnússon leikur á Kristalhörpu sem hann smíðaði.
Jóhann Baldvinsson organisti og félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn.
Það er bæði hægt að taka þátt í hjólreiðunum eða mæta eingöngu í messuna.
Verið öll velkomin.

Sjá einnig Facebooksíðu Garðasóknar.

Comments are closed.