
Hátíðarguðsþjónusta verður í Vídalínskirkju kl. 13:00 á þjóðhátíðardaginn. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar fyrir altari og Dagmar Íris Hafsteinsdóttir nýstúdent flytur ávarp.
Kór Vídalínskirkju syngur við undirleik Jóhanns Baldvinssonar organista.
Skátar úr skátafélaginu Vífli standa heiðursvörð.
Verið öll hjartanlega velkomin.