
Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, Hafnarfirði og Garðabæ.
Ástjarnar-, Bessastaða-, Hafnarfjarðar-, Vídalíns-, Víðistaðasókna og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Sumarmessurnar verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna. Ýmsir gestir koma líka við sögu svo helgihaldið verður sannarlega fjölbreytt.
Sunnudagaskóli verður alla sunnudaga í júní. Þeir hefjast kl. 10:00 í Garðakirkju. Eftir messurnar verður messukaffi í hlöðunni á safninu Króki sem er örstutt frá Garðakirkju. Þar er boðið upp á léttar veitingar og ýmislegt til skemmtunar fyrir börn og fullorðna.
Allir velkomnir!