
Næstkomandi sunnudag, 22. maí, verður árleg guðsþjónusta eldri borgara í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Prestur verður sr. Sveinbjörn R. Einarsson, Haraldur Haraldsson fyrrum skólastjóri flytur ávarp og Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Strengjakvintett frá Tónlistarskólanum í Garðabæ kemur fram, þær Þorbjörg Þula Guðbjartsdóttir og Isabella Lív Sigurgeirsdóttir leika á fiðlu, Hanna Kristín Stefánsdóttir og Emilía Íris Grétarsdóttir á víólu og Anna María Eiríksdóttir á selló.
Það eru allir velkomnir jafnt ungir sem eldri!