Comments are off for this post

Guðsþjónusta fyrir fermingarbörn 2023 og foreldra þeirra.

Kæru foreldrar/forráðamenn

Sunnudaginn 1. maí hefjast fermingarstörfin formlega í Garðasókn með því að við bjóðum fermingarbörnum og aðstandendum þeirra til guðsþjónustu kl.11:00 í Vídalínskirkju. Stundin er sniðin að því að bjóða ykkur sérstaklega velkomin inn í þessa fallegu samleið sem fermingarveturinn er í lífi fjölskyldunnar.

Strax að lokinni guðsþjónustunni er stuttur fundur þar sem skráning á fermingardagana er kynnt og farið yfir helstu tímasetningar á haustönninni, eins og fermingarferðalög í Vatnaskóg og fermingartíma. Þá er hægt að loknum fundinum að koma með spurningar eða þá að senda okkur póst á jonahronn@gardasokn.is eðahenning@gardasokn.is sem yrði svarað eftir helgina. Boðið verður upp á hressingu að loknum fundi yfir í safnaðarheimili. Hér að neðan er hægt að sjá hvaða fermingardagar og fermingarathafnir eru í boði.  Við hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur.

Með blessunaróskum

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Henning Emil Magnússon

—————————————————————————————————————–

Fermingar vorið 2023 fara fram á eftirtöldum dögum:

Laugardagurinn 25. mars 2023

11:00 Ferming í Vídalínskirkju

11:00 Ferming í Garðakirkju

13:00 Ferming í Garðakirkju

15:00 Ferming í Garðakirkju

Sunnudagurinn 26. mars 2023

11:00 Ferming í Garðakirkju

13:00 Ferming í Vídalínskirkju

Laugardagurinn 1. apríl 2023

11:00 Ferming á Vídalínskirkju

13:00 Ferming á Garðakirkju

Sunnudagurinn 2. apríl 2023

11:00 Ferming í Garðakirkju

13:00 Ferming í Vídalínskirkju

Hér er slóð fyrir skráningu.

 

Comments are closed.