Comments are off for this post

Sunnudagurinn 27. mars

Hér að ofan eru fermingarmyndir af  sr. Jónu Hrönn og sr. Henning. Myndirnar eru teknar fyrir margt löngu.

Margt áhugavert að gerast í Garðasókn á sunnudaginn:

Sunnudagaskóli verður í Urriðaholti kl. 10.00 og í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11.00.

Kl. 11.00 verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju með þátttöku fermingarbarna. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar.

Kl. 20:00 verður íhugunarguðsþjónusta í Vídalínskirkju . Sr. Henning Emil Magnússon, sr. Hjalti Jón Sverrisson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Áherslan í íhugunarguðsþjónustum er á kyrrð, bæn, íhugun og andlega næringu fyrir komandi viku.

Allir hjartanlega velkomnir.

Comments are closed.