
Hér að ofan eru fermingarmyndir af sr. Jónu Hrönn og sr. Henning. Myndirnar eru teknar fyrir margt löngu.
Margt áhugavert að gerast í Garðasókn á sunnudaginn:
Sunnudagaskóli verður í Urriðaholti kl. 10.00 og í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11.00.
Kl. 11.00 verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju með þátttöku fermingarbarna. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar.
Kl. 20:00 verður íhugunarguðsþjónusta í Vídalínskirkju . Sr. Henning Emil Magnússon, sr. Hjalti Jón Sverrisson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Áherslan í íhugunarguðsþjónustum er á kyrrð, bæn, íhugun og andlega næringu fyrir komandi viku.
Allir hjartanlega velkomnir.