Comments are off for this post

Messa og skírn sunnudaginn 20. mars kl. 11.00

Það verður án efa falleg stund í Vídalínskirkju á sunnudagsmorguninn. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar og barn verður borið til skírnar. Við fáum góðan gest í heimsókn frá Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. Hann heitir Guðfinnur Vilhelm Karlsson píanónemandi og mun leika á flygilinn for- og eftirspil og á eftir predikuninni. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.

Comments are closed.