
Sunnudagaskóli í Urriðaholti kl. 10.00 og í Safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11.00
Kveiktu á ljósi
TÓNLISTARGUÐSÞJÓNUSTA Í VÍDALÍNSKIRKJU kl 11.00 .
Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar í sinni fyrstu guðsþjónustu í Vídalínskirkju. Kór Vídalínskirkju flytur tónlist undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
Umfjöllunarefni stundarinnar verður ljósið, bæði í tali og tónum og þá verður sérstaklega beðið fyrir úkraínsku þjóðinni.
Yfirskrift guðsþjónustunnar er Kveiktu á ljósi, en það er heiti á ljóði og lagi eftir Valgeir Guðjónsson sem flutt verður eftir predikun.
Í upphafi og enda guðsþjónustunnar verða fluttar tvær írskar fararbænir við sama texta eftir Kristínu Jóhannesdóttur en við sitthvort lagið. Þriðja írska lagið er við texta Páls Óskars Hjálmtýssonar og Brynhildar Björnsdóttur, Með bæninni kemur ljósið.
Þá verða sungnir hinir þekktu sálmar Ó, faðir, gjör mig lítið ljós og Lýs milda ljós.
Eins og venjulega er sunnudagaskólinn á sama tíma, byrjar í kirkjuskipinu en síðan fara börnin með leiðtogum sínum í safnaðarheimilið.
Það eru allir velkomnir í Vídalínskirkju sunnudaginn 13. mars kl. 11.00!