Comments are off for this post

Guðmundur Felix Grétarsson flytur áramótaávarp í nýársmessunni

Guðmundur Felix Grétarsson er einn af þeim sem tilnefndur hefur verið sem maður ársins hjá fjölmiðlum. Hann gekkst undir sögulega aðgerð í upphafi ársins þar sem tveir handleggir voru græddir á hann. Aðgerðin reyndi verulega á læknavísindin en mest á Guðmund Felix. Jákvætt hugarfar hans, húmor, þrautseigja og dugnaður hefur heillað landsmenn, ekki bara á þessu ári heldur á þeim rúmu 20 árum sem liðin eru frá slysinu sem kostaði hann hendurnar.

Á myndinni hér að ofan sést Guðmundur Felix með gömlu gerfihandleggina í fanginu. Myndin segir meira en þúsund orð um þennan magnaða mann.

Guðmundur Felix Grétarsson flytur áramótaávarp á sameiginlegri hátíðarmessu Garðaprestakalls í Vídalínskirkju kl. 14:00 á nýársdag.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Hlöðver Sigurðsson óperusöngvari syngur einsöng.

Hátíðarmessunni verður streymt á Facebook-síðu Vídalínskirkju.

Comments are closed.