
Sunnudagskvöldið 21. nóvember verður gospelgleði Gospelkórs Jóns Vídalín í beinu streymi frá Vídalínskirkju um Facebooksíðu kirkjunnar: https://www.facebook.com/vidalinskirkja.
Gospelkór Jóns Vídalín er þéttur og góður kór með frábærum söngvurum. Kórinn hefur notið athygli og aðdáunar um allt land sem og víða í Þýskalandi en þangað fór kórinn í söngferðalag í haust við góða orðstír. Sr. Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsprestur stýrir athöfninni og flytur hugvekjur.
Vegna samkomutakmarkanna verður gospelhátíðin eingöngu í streymi að þessu sinni því fjöldi söngvara, stjórnanda og starfsfólks fer langt í að fylla þau mörk sem leyfileg eru.