
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl 10 í Urriðaholtsskóla og kl 11 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Ath. gengið inn um inngang safnaðarheimilisins að norðanverðu.
Kl. 11.00 er guðþjónusta í Vídalínskirkju. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar og félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Kl. 20.00 verður gospelgleði í Vídalínskirkju. Matthildur Bjarnadóttir, Davíð Sigurgeirsson og Gospelkór Jóns Vídalíns. Beint streymi verður á facebook.com/vidalinskirkja