Comments are off for this post

Feðra-og kristniboðsdagurinn er á sunnudaginn 14. nóvember

Sunnudagurinn 14. nóvember er tileinkaður tvennu í kirkjunni: feðrum og kristniboði. Af þvi tilefni höfum við fengið þrjá feður og kristniboða til að þjóna í helgihaldi Vídalínskirkju kl.11:00. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar fyrir altari ásamt sr. Jónu Hrönn Bolladóttur sóknarpresti. Bjarni Karlsson siðfræðingur ætlar að fjalla um nærandi karlmennsku í hugvekju dagsins og Kári Geirlaugsson framkvæmdastjóri og gideonmaður flytur ritningarlestra og bæn. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og Jóhann Baldvinsson leikur á orgelið.
Við minnum á sunnudagaskólann í Urriðaholtsskóla kl.10:00 og Vídalínskirkju kl.11:00. Allir velkomnir.
Munið að huga að persónulegum sóttvörnum og að grímuskylda er í kirkjum landsins.

Comments are closed.