Comments are off for this post

Guðsþjónusta og heimsókn frá Söngskólanum í Reykjavík 24. október

Á hverju ári fáum við nemendur úr söngskólanum í Reykjavík í heimsókn til að syngja í messu í Vídalínskirkju. Það er alltaf svo spennandi að heyra í þessu unga fólki. Það vill svo til að sunnudaginn, 24. október kl. 11.00 kemur Ísak Henningsson til okkar fyrir hönd skólans, en hann er sonur Hennings Emils Magnússonar, sem er okkar prestur í Vídalínskirkju, og Bylgju Dísar Gunnarsdóttur, sem þjónar að kyrrðarbænastarfinu okkar, og er söngkona. Ísak mun syngja Drottinn er minn hirðir úr Biblíuljóðum eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák og syngjur á frummálinu, tékknesku.
Það hittist þannig á að með löngum fyrirvara er Henning að þjóna þennan dag og predika svo stundin verður í höndum þeirra feðga ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju og Jóhanni Baldvinssyni organista.

Að sjálfsögðu er sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10.00 og Vídalínskirkju kl. 11.00.

Allir velkomnir!

Comments are closed.