Comments are off for this post

Sr. Sveinbjörn nýr prestur Garðasóknar

Nýr prestur í Garðasókn.

Í Garðabænum hafa til langs tíma þjónað þrír prestar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur hefur þjónað frá því í desember 2005, sr. Hans Guðberg Alfreðsson prestur var ráðinn til þjónustunnar árið 2009 og haustið 2018 var sr. Henning Emil Magnússon valinn til að gegna prestþjónustu í prestakallinu.

Hlutfall Garðbæinga sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur um langa tíð verið óvenju hátt og með því hæsta sem þekkist á landsvísu. Mikil fjölgun sóknarbarna hefur orðið í sókninni á undanförnum árum samhliða stækkun bæjarins og hefur verkefnum prestanna fjölgað í réttu hlutfalli við það. Álag á prestana hefur verið mikið og oft á tíðum hefur verið snúið að veita alla þá þjónustu sem í boði er.

Þann 1. september sl. hóf Sr. Sveinbjörn R. Einarsson störf við sóknina en ráðning hans er tímabundin. Sr. Sveinbjörn var sóknarprestur í Þingeyraklaustursprestakalli í Austur-Húnavatnssýslu með aðsetur á Blönduósi og hefur því mikla og margvíslega reynslu sem gagnast mun Garðasókn vel. Hann er kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Dóru. Fyrir á Sveinbjörn einn son, Guðbjart Einar. Frumraun sr. Sveinbjörns í Garðabænum var í Garðakirkju 5. september sl. en fyrsta  messan í Vídalínskirkju verður sunnudaginn 19. september nk. kl. 11.00.

Comments are closed.