Comments are off for this post

Skemmtilegur hjólatúr og messa sunnudaginn 20. júní.

Nú er málið að draga fram reiðhjólin og hjóla með til messu.

Lagt verður af stað frá Ástjarnar- og Vídalínskirkjum samtímis kl. 9:30 og hjólað á milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju kl. 11:00 en á sama tíma er sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni á Króki.
Sr. Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barn verður fermt. Organisti er Ástvaldur Traustason sem leiðir einnig almennan safnaðarsöng.
Eftir messu er boðið upp á kaffi í hlöðunni á Króki og kór eldri borgara í Bessastaðarkirkju – Garðálfarnir syngja nokkur lög.
Guðsþjónustunni verður streymt á Facebooksíðunni Sumarmessur í Garðakirkju (https://www.facebook.com/sumarmessur)

Comments are closed.