
Nú er málið að draga fram reiðhjólin og hjóla með til messu.
Lagt verður af stað frá Ástjarnar- og Vídalínskirkjum samtímis kl. 9:30 og hjólað á milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju kl. 11:00 en á sama tíma er sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni á Króki.
Sr. Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barn verður fermt. Organisti er Ástvaldur Traustason sem leiðir einnig almennan safnaðarsöng.
Eftir messu er boðið upp á kaffi í hlöðunni á Króki og kór eldri borgara í Bessastaðarkirkju – Garðálfarnir syngja nokkur lög.
Guðsþjónustunni verður streymt á Facebooksíðunni Sumarmessur í Garðakirkju (https://www.facebook.com/sumarmessur)