Comments are off for this post

Messa, sumarsunnudagaskóli og hestamenn koma í heimsókn í Garðakirkju sunnudaginn 13. júní.

Gönguferð frá Hafnarfjarðarkirkju að Garðakirkju undir leiðsögn Egils Friðleifssonar. Lagt verður af stað kl. 10:00.
Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 11:00 og sumarsunnudagaskóli á sama tíma í vinnustofunni á safninu Króki. Eftir messu er messukaffi í hlöðunni á Króki og félagar í hestamannafélaginu Sóta bjóða börnum á hestbak.
Við guðsþjónustuna prédikar og þjónar fyrir altari sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Katalin Lörincz leikur á orgel og píanó, Katrin Heymann á þverflautu og Össur Ingi Jónsson á óbó.
Guðsþjónustunni verður streymt á Facebook-síðunni „Sumarmessur í Garðakirkju“.
Verið öll hjartanlega velkomin.

Comments are closed.