Comments are off for this post

Messuhald sumarið 2021

Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn og Víðistaðasókn hafa sameinast um messuhald í Garðakirkju í sumar líkt og í fyrra. Kirkjurnar munu skipta helgunum á milli sín þannig að prestar, organistar og aðrir starfsmenn sóknanna þjóna hver á sinni helgi. Messurnar verða kl. 11.00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Á sama tíma verður sumar-sunnudagaskóli í vinnustofunni á Króki og eftir messur verður boðið upp á messukaffi í hlöðunni.

Comments are closed.