Comments are off for this post

Orðsending til foreldra fermingarbarna

Kæru foreldrar

Sunnudaginn 2. maí hefjast fermingarstörfin formlega í Garðasókn með því að við bjóðum foreldrum/forráðamönnum og fermingarbörnum til guðsþjónustu kl.11:00 sem verður streymt beint á netinu frá Vídalínskirkju, þar sem aðeins 30 manns mega koma saman í kirkjunni.  Stundin er sniðin að því að bjóða ykkur sérstaklega velkomin inn í þessa fallegu samleið sem fermingarveturinn er í lífi fjölskyldunnar og verður henni streymt í gegnum fésbókarsíðu Vídalínskirkju.  Strax að lokinni guðsþjónustunni er stuttur fundur á netinu þar sem skráning á fermingardaganna er kynnt og farið yfir helstu tímasetningar á haustönninni, eins og fermingarferðalög í Vatnaskóg og fermingartímar, þá er hægt að loknum fundinum að koma með spurningar á fésbókinni sem við myndum þá svara strax eða þá senda okkur póst á jonahronn@gardasokn.is eða henning@gardasokn.is sem yrði svarað eftir helgina.  Það er einnig hægt að fara inn á gardasokn.is til að sjá hvaða fermingardagar og fermingarathafnir eru í boði.  Við hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur.

Með blessunaróskum

Jóna Hrönn Bolladóttir og Henning Emil Magnússon

 

Comments are closed.