Comments are off for this post

Mikið að gerast sunnudaginn 2. maí!

Sunnudaginn 2. maí hefjast fermingarstörfin formlega í Garðasókn. Messa með fermingarbörnum verður í Vídalínskirkju á sunnudaginn kl. 11.00. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar og býður fermingarárganginn 2022 sérstaklega velkominn. Nú mega 100 manns koma til kirkju en sóttvarnarreglur krefjast þess að kirkjugestir skrái sig á staðnum, noti grímur og gæti fjarlægðarmarka. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja, organisti Jóhann Baldvinsson og einnig munu félagar úr Gospelkór Jóns Vídalíns syngja við undirleiks Davíðs Sigurgeirssonar. Messunni verður streymt.

Kl. 12.00 hefst síðan netfundur í beinu streymi með foreldrum fermingarbarna. Þar mun sr. Jóna Hrönn miðla upplýsingum til foreldra s.s. helstu tímasetningum á haustönninni, eins og fermingarferðalög í Vatnaskóg og fermingartíma. Að loknum fundinum verður foreldrum og fermingarbörnum gefinn kostur á að koma með spurningar á fésbókinni sem leitast verður við að svara strax. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir með tölvupósti á jonahronn@gardasokn.is eða henning@gardasokn.is og verður þeim svarað eftir helgina.

Kl. 10.00 verður sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla og kl. 11.00 í Vídalínskirkju, ath. gengið inn um Safnaðarheimili.
Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur.

Kyrrðar- og bænaguðsþjónusta verður síðan í Garðakirkju kl. 14.00. Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina. Jóhann Baldvinsson og félagar úr kór Vídalínskirkju sjá um tónlistina. Róleg íhugunarstund þar sem fólk getur borið fram bænir sínar.

Comments are closed.