Comments are off for this post

Helgistundin mín

Kirkjurnar í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi hafa um nokkurt skeið unnið að verkefni sem heitir Helgistundin mín. Það hafa verið tekin upp myndbönd í kirkjunum. Hver kirkja hefur sent frá sér tónlistaratriði, hugvekju og bæn auk þess sem einstaklingar sem tengjast kirkjunum hafa svarað spurningum sem tengjast vatni og þorsta. Þemað sem bindur allt saman er einmitt vatn. Vatn tengist lífi og í Biblíunni er það oft einnig tengt anda. Við vonum að allir geti fundið hér eitthvað við sitt hæfi. Það munu fleiri myndbönd bætast við síðuna á næstu tveimur vikum. Það verður líka í fyllingu tímans hægt að nálgast efnið öðruvísi og eins verður það gagnvirkara. Slóðin er helgistund.net.

Arína Vala Þórðardóttir tók upp myndböndin og sinnti eftirvinnslu. Jóhann Baldvinsson sá um hljóðvinnslu. Henning Emil Magnússon átti hugmyndina og hélt utan um þræðina. Verkefnið er styrkt af Héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis.

Smelltu hér til að opna vefsíðuna.

Comments are closed.