Kyrrðar- og íhugunarstundir eru í Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 12.00.
Stundirnar byrja með þögn og íhugun en 10 mín. yfir 12 hefst tónlistarflutningur. Fyrirkomulagið er á þann veg að það skiptast á tónlistaratriði, ritningarlestrar og fyrirbænir en stundunum lýkur á að sungin er sálmur og flutt blessun.
Meðan á samkomutakmörkunum stóð féllu stundirnar niður en nú hefjast þær að nýju 16. febrúar.
Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þessar stundir.
Það eru allir velkomnir á kyrrðar- og íhugunarstundir í Vídalínskirkju í hádeginu á þriðjudögum.
Comments are off for this post