
Beint streymi frá Vídalínskirkju kl. 17:30
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugvekju og leiðir stundina. Bjarni Thor Kristinsson syngur einsöng, félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja, stjórnandi Jóhann Baldvinsson. Stundinni lýkur klukkan 18:00 þegar kirkjuklukkurnar hringja jólin inn.
Hér er hægt að horfa á streymið sem hefst kl. 17:30 á aðfangadag.
Ef spilarinn hér fyrir ofan virkar ekki þá getur þú einnig horft á tónleikana með því að smella hér
– Athugið að spilarinn getur ekki fyllt út skjáinn fyrr en útsending er hafin. Þá myndast „Full screen“ merki niður í hægra horni spilarans sem smella þarf á. – Athugið einnig að í sumum vöfrum hefst streymið ekki sjálfkrafa heldur þarf að smella á „play“ merkið sem myndast á spilaranum þegar útsending er hafin.
Hugmyndir til þeirra sem vilja horfa á útsendinguna í sjónvarpi:
Vafri í snjallsjónvarpi: Ef þú átt snjallsjónvarp, opnaðu vafrann í því og sláðu inn www.???.is/??? (eða https://livestream.com/accounts/11153656/events/9457172/player?).
ATHUGIÐ! Því miður hefur komið í ljós að ekki allir vafrar í sjónvörpum styðja streymi af þessu tagi. Þó að þessi síða og spilarinn hér fyrir ofan birtist óaðfinnanlega í sjónvarpinu þá er ekki víst að spilarinn virki þegar útsendingin hefst. Hafið því varaáætlun tiltæka! (Samsung sjónvarpseigendur skoðið athugasemd neðst á þessari síðu).
Beintenging: Settu skjásnúru á milli tölvu og sjónvarps. ATHUGIÐ! Skjátengi á sjónvörpum er yfirleitt s.k. „HDMI“ tengi en skjátengi á tölvu geta verið margs konar. Til að fá örugglega skjásnúru með réttum endum báðu megin er mælt með að taka myndir og hafa með sér í raftækjabúðina til glöggvunar fyrir starfsmenn þar.
Speglun: Nýttu Apple Airplay, AppleTV eða ChromeCast og speglaðu það sem þú ert með á tölvunni/símanum/spjaldtölvunni yfir á sjónvarpið þitt.
Leitið upplýsinga á netinu hvernig best er að bera sig að. Hér eru hugmyndir að nokkrum almennum leitarstrengjum á YouTube: – How to browse in a smart TV – How to connect PC computer to TV – How to mirror phone to TV using Apple TV – How to mirror phone to TV using Chromecast – How to mirror iPhone/iPad to Samsung TV using built in Apple Airplay
Samsung sjónvarpseigendur Ef opnaður er vafri í Samsung sjónvarpi og streymið höktir virðist í mörgum tilfellum laga málið að velja „Desktop View“ stillingu í vafranum. Þetta er gert með því að fara í „hamborgara“ íkonið efst í hægra horni vafrans og velja „Desktop View“ úr felligardínunni:
