Comments are off for this post

Kirkjustarfið í ljósi hertra aðgerða vegna Covid-19

Kæru Garðbæingar og Álftnesingar.

Í ljósi hertra aðgerða sóttvarnalæknis í baráttunni við Covid-19 verður kirkjan að fara eftir settum reglum. Eftir sem áður mun kirkjan og starfsfólk hennar leggja sig fram um að sinna öllum sem til hennar leita.

Eftirfarandi breytingar taka mið af tilmælum biskups:

  • Starf með eldri borgurum fellur niður í október.
  • Helgihald á sunnudögum og sunnudagaskóli falla einnig niður í október.
  • Vídalínskirkja verður opin á milli 10 – 14 alla daga og fólk getur sest inn og kveikt á kerti í bæn. Í öllum kirkjunum er fyrirbænastarf og fólk sem þjónar í gegnum bænina. Þau munu nú hvert í sínu lagi biðja fyrir landi og þjóð. Hægt er að senda fyrirbænaefni á prestana. Netföngin eru: hans(hja)bessastadasokn.is, henning(hja)gardasokn.is og jonahronn(hja)gardasokn.is
  • Kyrrðarbænarhópurinn mun hittast í gegnum fjarfundarbúnað og það verður auglýst sérstaklega.
  • Stefnumóti í hádeginu verður streymt áfram á Facebook-síðu Vídalínskirkju og við hvetjum fólk til að horfa á það heima.
  • Starf Vina í bata átti að fara af stað í safnaðarheimilinu í Brekkuskógum 7. október kl. 20:00, en því hefur verið frestað um einn mánuð og hefst þá 4. nóvember ef aðstæður leyfa.

Kirkjan mun senda frá sér efni í gegnum streymi og netið, við biðjum ykkur um að fylgjast vel með á gardasokn.is, bessastadasokn.is og síðum kirknanna á facebook.

Verum svo dugleg að hvetja hvert annað og styrkja. Tökum þátt í sameiginlegu átaki þjóðarinnar við að ná tökum á hinum skæða veirufaraldri.

Verum dugleg að hrósa og ræktum með okkur jákvæðni.

Sýnum samlíðan og kærleika.

Bestu kveðjur til ykkar allra.
Prestar og starfsfólk Garðasóknar

Comments are closed.