
Næsta sunnudag, 4. október, verður heldur betur líf og fjör í kirkjunni. Þá verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem gæludýr og bangsar eru sérstaklega boðin velkomin.
Krakkarnir í sunnudagaskólanum í Urriðaholtinu kl 10 mega líka koma með sinn uppáhalds bangsa.
Barnakórar Vídalínskirkju syngja og kórstjórar eru Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson
Hlökkum til að sjá ykkur!
