
Sunnudaginn 4. október kl. 17.00 verður batamessa í Vídalínskirkju. Vinur í bata flytur vitnisburð og kynnir áhrif 12 spora vinnu á líf sitt. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Matthildi Bjarnadóttur. Jóhann Baldvinsson organisti leikur á orgelið og KK eða Kristján Kristjánsson syngur fyrir kirkjugesti. Samvera í safnaðarheimili að lokinni guðsþjónustu.