Sunnudaginn 20. september verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju og tveir sunnudagaskólar, annar í Urriðaholtsskóla og hinn í Vídalínskirkju samhliða guðsþjónustunni.
- Kl. 10.00 verður sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla, en það er nýjung sem byrjað var á í haust. Sömu leiðtogar og stýra sunnudagaskólanum í Vídalínskirkju halda þar utan um fræðsluna.
- Kl. 11.00 verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju. Prestur verður sr. Henning Emil Magnússon, félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja og organisti verður Jóhann Baldvinsson.
Samtímist er sunnudagaskóli en börnin byrja í kirkjunni og fara svo með leiðtogum sunnudagaskólans í safnaðarheimilið.Það eru allir velkomnir í sunnudagaskólana og guðsþjónustuna á sunnudaginn!
