
Næstkomandi sunnudag, 13. september, fer reglulegt messuhald í Garðasókn af stað eftir fermingar seinustu tvær helgar.
Síðastliðið sumar fór helgihald í Garðasókn fram undir heitinu Sumarkirkja, sem var mjög vel heppnað samstarfsverkefni allra kirknanna í Garðabæ og Hafnarfirði, en seinustu tvær helgar voru síðan 11 fermingarathafnir sem frestað var í mars og apríl vegna covid-faraldursins.
En nú hefst reglulegt helgihald af fullum krafti!
Sunnudaginn 13. september verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11.00. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónart fyrir altari og félagar úr Kór Vídalínskirkju undir stjórn organistans Jóhanns Baldvinssonar leiða sönginn. Á sama tíma verður sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.
Það eru allir innilega velkomnir í Vídalínskirkju á sunnudaginn!
