Kæru vinir
Við sendum hlýjar kveðjur úr Vídalínskirkju. Á morgun hefðum við verið að klára fermingar á þessu vori og verið í mikilli fjölskyldugleði. En þess í stað tökumst við saman á við þrengingar og flókna daga. Svo eru páskarnir framundan og við höfum lagt okkur fram um að undirbúa fallegt helgihald í sóknarkirkjunum og kallað fólk til kirkju á hverju ári á þessari stóru hátíð. En í ljósi þess að nú er samkomubann verðum við að finna aðrar leiðir. Á morgun Pálmasunnudag verður streymt helgistund frá Vídalínskirkju kl.17:00 á visir.is og svo munum við yfir páskadagana vera með fjórar stundir sem birtast á heimasíðunni gardasokn.is, fésbókarsíðu Vídalínskirkju og inn á fésbókarsíðunni Garðabær-viðburðir og menning. Stundirnar birtast á þessum tímum:
1. Skírdag/helgistund frá Vídalínskirkju kl. 20:00
2. Föstudagurinn langi/helgistund frá Vídalínskirkju kl. 12:00
3. Laugardagur 11. apríl/helgistund frá Vídalínskirkju kl. 12:00
4. Páskadagur/helgistund frá Vídalínskirkju kl. 08:00
Við hugsum til ykkar í bæn í hverju hádegi kl.12:03 þegar kirkjuklukkunum í Vídalínskirkju og Garðakirkju hefur verið hringt.♥