Kæru vinir, við höfum ákveðið í ljósi aðstæðna að breyta dagskrá sunnudagsins í Vídalínskirkju. Við ætluðum að vera með guðsþjónustu og sunnudagaskóla, fyrir utan að kveðja dáknann okkar Helga Björk Jónsdóttir. Við höfum ákveðið að hafa kirkjuna opna enda ekki komið samkomubann. En helgihaldið verðum með þeim hætti að Jóhann Baldvinsson organisti leikur á orgelið og sr.Jóna Hrönn Bolladóttir flytur lestra og veitir fyrirbænaþjónustu og svo íhugum við í kyrrðinni. Sören Kierkegaard sagð eitt sinn: ,,Sál mín, ver hljóð, að hið guðdómlega geti verkað í þér.“ Við skulum bera hvert annað fram í bæn þessa dagana, senda hvert öðru fögur orð, hugsanir og uppörvun. ,,Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“
Comments are off for this post