Comments are off for this post

Æskulýðsdagurinn 1.mars

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 1. mars, og í Vídalínskirkju verður honum að sjálfsögðu fagnað að venju. Klukkan 11 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem barna- og unglingakórarnir undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigurgeirssonar munu láta ljós sitt skína auk þess sem að píanósnillingurinn okkar Magnús Stephensen flytur forspil. Brúðuleikhúsið og Biblíusagan verða svo á sínum stað.

Að lokinni guðsþjónustu verður messukaffi í safnaðarheimilinu en þar ætlum við að hafa vöfflusölu til styrktar hjálparstarfi kirkjunnar en við erum að safna fyrir húsum handa munaðarlausum börnum í Úganda.

Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuna, jafnt ungir sem ungir í anda!

Klukkan 14 er svo hefðbundin messa í Garðakirkju. Sr. Hans Guðberg þjónar fyrir altari og félagar í kór Vídalínskirkju syngja.

Comments are closed.